29.3.2016 | 16:59
Ef þetta er ekki skráð í erfðaskránna þá er þetta ekki séreign!
Ef þetta er ekki skráð í erfðaskránna þá er þetta ekki séreign
Fyndið líka hjá Jóhannesi útskýrara að láta eins og hann vilji ekki tjá sig um erfðaskrár þeirra hjóna, því að þetta snýst ekki um þær heldur erfðaskrá Páls til Önnu og hvort að tiltekið hafi verið í henni að arfurinn væri séreign hennar.
Séreign getur myndast með arfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Þorbergur Tryggvason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er algjört aukaatriði sem er bara verið að spila út til að drepa málinu á dreif.
Hæfisreglur stjórnsýslulaga eiga við þegar maki viðkomandi á hagsmuna að gæta, og skiptir engu máli hvort þeir hagsmunir eru séreign eða sameign.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.3.2016 kl. 17:26
Af heimasíðu Persónuverndar
,,Öflun fjárhagsupplýsinga um maka
Efni:
Lögmæti öflunar fjárhagsupplýsinga um maka skuldara.
Svarað fyrirspurn og leiðsögn veitt.
Fyrirspurn,
málavextir og bréfaskipti
Fyrirspurn, dags. 4. maí 2012
Mál þetta hófst með fyrirspurn A, dags. 4. maí 2012. Þar segir m.a.:
Með erindinu fylgdu afrit af tveimur tölvubréfum, dags. 30. apríl 2012. Annað er tölvubréf Dróma hf. til Straums fjárfestingabanka hf. Þar segir:
Í símtali við starfsmann Persónuverndar hinn 30. maí 2012 skýrði A erindi sitt. Hún kvaðst ekki telja sig hafa veitt gilt samþykki til vinnslu Dróma á fjárhagsupplýsingum um sig af tilefni samningsgerðar maka síns B um endurskoðun skulda sinna. Um afarkosti hafi verið að ræða. Hún kvaðst óska svars um hvort líta mætti svo á að hún hafi veitt samþykki í skilningi 1. tölul. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 77/2000.
Nánari skýringar málshefjanda
Í bréfi A til Persónuverndar, dags. 23. október 2012, segir m.a.:
Hinn 14. desember 2012 sendi A Persónuvernd afrit af tölvubréfi eiginmanns síns til Straums, dags. 3. maí 2012, en með því hafði hann sent umræddar fjárhagsupplýsingar til Straums. Í því greinir hann frá andmælum eiginkonu sinnar. Þar segir m.a.:
Sjónarmið Dróma
Drómi hf. hefur einnig tjáð sig um málið. Í svarbréfi X hdl., f.h. félagsins, dags. 4. júlí 2012, segir m.a.:
Með bréfi, dags. 2. ágúst 2012, óskaði Persónuvernd skýringa Dróma á því hvernig félagið teldi sig hafa uppfyllt 1. mgr. 8. gr. og 1. mgr. 7. gr. laga nr. 77/2000. Í svari, dags. 23. ágúst 2012, segir m.a.:
Í bréfi Dróma hf., dags. 26. nóvember 2012, segir síðan m.a.:
Bréfaskipti við Straum
Hinn 4. janúar 2012 óskaði Persónuvernd skýringa Straums um tengsl hans og Dróma varðandi mál B. Svar Straums barst 7. janúar 2013. Þar segir að Straumur komi fram f.h. SPB (áður Sparisjóðabanka Íslands), en SPB, Drómi og fleiri kröfuhafar eigi aðild að tilteknu samkomulagi við B. Þar segir m.a.:
Svar Persónuverndar
1.
Afmörkun á efni máls
Fyrir Persónuvernd liggur spurning um hvort fjármálastofnun hafi „leyfi til að óska eftir fjárhagsupplýsingum/skattskýrslu frá öðrum aðila en þeim sem er skuldari þegar verið er að reyna að semja um lok skuldar og hóta gjaldfellingu skuldar verði ekki orðið við þessu“.
Það fellur utan verksviðs Persónuverndar, eins og það er afmarkað í 37. gr. laga nr. 77/2000, að svara seinni hluta spurningarinnar, þ.e. um heimild til að hóta gjaldfellingu skuldar. Henni ber hins vegar að svara fyrri hlutanum, sem hún skilur svo, í ljósi atvika máls, að varði heimild ábyrgðaraðila til að afla persónuupplýsinga um annað hjóna í tengslum við samningsgerð við hitt hjóna. Þá liggur fyrir Persónuvernd að svara því hvort Drómi hf. hafi mátt líta svo á að A hafi veitt samþykki, í skilningi 1. tölul. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 77/2000, fyrir því að félagið fengi upplýsingar um sig.
Um gildissvið laga nr. 77/2000
Af hálfu Dróma hf. hefur því verið haldið fram að mál þetta varði ekki vinnslu persónuupplýsinga. Af því tilefni er eftirfarandi tekið fram: Með hugtakinu „persónuupplýsingar“ er átt við sérhverjar persónugreindar eða persónugreinanlegar upplýsingar um hinn skráða, þ.e. upplýsingar sem beint eða óbeint má rekja til tiltekins einstaklings, látins eða lifandi, sbr. 1. tölul. 2. gr. laga nr. 77/2000. Mál þetta varðar slíkar upplýsingar. Með hugtakinu „vinnsla“ er átt við sérhverja aðgerð eða röð aðgerða þar sem unnið er með persónuupplýsingar, hvort heldur sem vinnslan er handvirk eða rafræn, sbr. 2. tölul. 2. gr. laga nr. 77/2000. Lögin gilda um sérhverja rafræna vinnslu slíkra upplýsinga, sbr. 1. mgr. 3. gr. laganna. Fyrir liggja tölvuskeyti dags. 30. apríl og 3. maí 2012 sem bera með sér að upplýsinga var óskað með rafrænum hætti og að þær voru afhentar með þeim hætti. Þannig er ljóst að vinnsluferillinn allur var rafrænn. Er því um að ræða rafræna vinnslu persónuupplýsinga sem fellur undir gildissvið laga nr. 77/2000.
Ábyrgðaraðili vinnslu
Samkvæmt 4. tölul. 2. gr. laga nr. 77/2000 er ábyrgðaraðili vinnslu persónuupplýsinga sá aðili sem ákveður tilgang hennar, þann búnað sem notaður er, aðferð við vinnsluna og aðra ráðstöfun upplýsinganna. Umrædd upplýsingamiðlun fór fram að kröfu Dróma hf. og í þeim tilgangi sem félagið ákvað. Hins vegar liggur einnig fyrir að umræddar upplýsingar um A voru sendar úr pósthólfi B. Er því er ekki útilokað að B myndi, kæmi hans þáttur til sérstakrar athugunar, einnig teljast vera ábyrgðaraðili í skilningi laganna. Sama gæti átt við um aðra kröfuhafa sem stóðu að umræddu samkomulagi við B. Eins og mál þetta er nú afmarkað lýtur það þó ekki að þeirra hlut og mun svar Persónuverndar aðeins taka til Dróma hf.
Um lögmæti vinnslu
4.1.
Um heimild til vinnslu
Af hálfu Dróma hefur því verið haldið fram að A hafi veitt samþykki sitt fyrir vinnslunni og vinnslan hafi samrýmst ákvæði 1. tölul. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 77/2000. Samkvæmt því ákvæði er vinnsla persónuupplýsinga heimil hafi hinn skráði ótvírætt samþykkt hana eða veitt samþykki skv. 7. tölul. 2. gr. sömu laga. Í 7. tölul. 2. gr. segir m.a. að með samþykki sé átt við yfirlýsingu sem einstaklingur gefi af fúsum og frjálsum vilja um að hann sé samþykkur vinnslu tiltekinna upplýsinga um sig.
Í ljósi þess að A andmælti og gerði þær athugasemdir, sem greint var frá í tölvubréfi B til Dróma, dags. 3. maí 2012, verður ekki talið að um ótvírætt samþykki sé að ræða. Þá verður það ekki talið hafa verið veitt af fúsum og frjálsum vilja, í skilningi 7. tölul. 2. gr. Til þess þarf að liggja fyrir að sá sem það veitti hafi sýnilega og raunverulega átt val um að veita það eða veita það ekki, en ekki liggur fyrir að svo hafi verið í máli þessu.
Samkvæmt framangreindu verður ekki talið að uppfyllt hafi verið skilyrði 1. tölul. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 77/2000.
Meginreglur 7. gr.
Úrlausnarefni máls þessa tekur ekki til þess hvort uppfyllt hafi verið eitthvert annað af skilyrðum 1. mgr. 8. gr. laganna. Í ljósi hlutverks síns, samkvæmt 5. tölul. 3. mgr. 37. gr. laga nr. 77/2000, hefur Persónuvernd hins vegar ákveðið að leiðbeina Dróma um að ávallt þarf einnig að uppfylla meginreglur 1. mgr. 7. gr. laganna. Það er forsenda þess að vinnsla persónuupplýsinga teljist vera lögmæt.
Ein þessara meginreglna er í 1. tölul. 1. mgr. 7. gr. Samkvæmt henni skal öll vinnsla persónuupplýsingar m.a. vera með sanngjörnum, málefnalegum og lögmætum hætti.
Í máli A hefur komið fram að um afarkosti hafi verið að ræða og Drómi hefur staðfest að hann hafi ekki verið „tilbúinn til að kanna hvort að tilefni væri til þess að verða við beiðni eiginmanns kvartanda [nema] gegn því skilyrði að upplýsingar um heimilistekjur yrðu veittar, þ.e. um tekjur skuldara og maka hans.“
Persónuvernd minnir í fyrsta lagi á að almennt eru persónuupplýsingar ekki verðmæti sem sanngjarnt er eða málefnalegt að gera kröfu um að fá gegn því að veita þjónustu sem stendur öllum til boða. Í öðru lagi er minnt á að vinnsla persónuupplýsinga þarf, svo hún teljist vera með lögmætum hætti, að samrýmast lögum og reglum. Íslenskur hjúskaparréttur byggir á grundvallarreglum um efnahagslegt sjálfstæði hjóna sem endurspeglast m.a. í lagaákvæðum um forræði hjóna á eignum sínum og um skipta skuldaábyrgð. Reglur um gagnkvæma framfærsluskyldu hjóna hagga þessu ekki.
Dróma til frekari leiðsagnar bendir Persónuvernd á að samkvæmt 3. tölul. 1. mgr. 7. gr. er það einnig skilyrði að aðeins sé unnið með nægilegar og viðeigandi persónuupplýsingar og ekki sé gengið lengra en nauðsyn krefur. Ábyrgðaraðila ber því að ganga úr skugga um að til staðar sé raunveruleg þörf fyrir persónuupplýsingar. Þeim hærri sem skuldir annars hjóna eru, þeim ólíklegra er að upplýsingar um framfærslueyri sem það fær eða geti fengið frá hinu hjóna, geti raunverulega skipt máli við mat á getu þess til að greiða skuldirnar. Hafi Drómi í raun ekki þörf, sbr. 3. tölul. 7. gr. laga nr. 77/2000, fyrir persónuupplýsingar um fjárhag annars hjóna er honum almennt ekki heimilt að safna þeim.
Samandregin niðurstaða
Svar Persónuverndar við þeirri spurningu hvort fjármálastofnun sé óheimilt að afla persónuupplýsinga um annað hjóna, í tengslum við samningsgerð við hitt hjóna, er að svo er ekki - nema uppfyllt sé eitthvert af skilyrðum 1. mgr. 8. gr. laga nr. 77/2000. Svarið við seinni spurningunni er að ekki hefur verið sýnt fram á að A hafi veitt samþykki samkvæmt 1. tölul. 1. mgr. 8. gr.
Hvorki hefur verið tekin afstaða til þess hvort uppfyllt hafi verið eitthvert annað af skilyrðum 1. mgr. 8. gr. laganna né hvort vinnsla hafi að öðru leyti samrýmst ákvæðum þeirra.''
B.N. (IP-tala skráð) 29.3.2016 kl. 19:13
Baldvin. Var það ekki hún sjálf sem varð fyrst til þess að uppljóstra opinberlega um þessar eignir sínar og stóð svo að sameiginlegri yfirlýsingu þeirra hjóna um málið?
Guðmundur Ásgeirsson, 29.3.2016 kl. 19:47
Sæll Guðmundur
Jú mikið rétt það gerði hún á þessum tímapunkti fyrir nokkru síðan en umræðan hefur verið á þá leið að Sigmundur Davíð hafi átt að vera fyrri til en konan sín og segja okkur öllum hinum um hennar fjármál án samþykkis hennar. Sigmundir Davíð átti samkvæmt kröfu þeirra sem það vildu í umræðunni að ganga gegn persónuverndarlögunum og eftir atvikum gegn hjúskapalögunum líka til að tryggja sjálfan sig fyrir áföllum sem forsætisráðherra okkar Íslendinga.
Er hægt að leggja það á einhvern mann að það sé ætlast til af honum að hann fórni jafnvel hjónabandinu sínu að því hann er í Íslenskum stjórnmálum??
Þekkjum við ekki nógu vel á Íslandi hverning almannarógur getur farið illa með einstaklinga og fjöldskyldur þeirra ? Ég bara spyr
Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 29.3.2016 kl. 20:46
Já þessi umræða er að mörgu leyti á villigötum, það er rétt að á honum hvíldi aldrei bein lagaskylda til að upplýsa um eignir eiginkonunnar.
Það er einfaldlega ekki það sem málið snýst um, heldur það sem virðist vera fullframið brot gegn hæfisreglum stjórnsýslulaga.
Vegna þessarra hagsmunatengsla eiginkonunnar, var maðurinn vanhæfur til að koma að málsmeðferð við uppgjör slitabúanna.
Samt hefur hann ekki sparað stærilætin yfir því hvað hann náði "glæsilegri niðurstöðu" í því máli.
Upplýsingar um þetta eru allar komnar frá honum sjálfum og þeim ágætu hjónum.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.3.2016 kl. 20:54
Já þetta mál er komið út og suður að almenningur á orðið erfitt með að mynda sér skoðun í málinu sem er ekki gott því það getur leitt til múæsings eins og sjá má þá er skoðunarkönnun byrjuð sem fjármögnuð er af andstæðingum Sigmundar Davíðs í pólitíkinni Ég heyri oft sagðar fréttir á dag hvernig gengur að smala 10 þúsund manns í gær sem voru búnir að skora á hann að segja af sér og svo heyrði ég 11 þúsund og svo 12 þúsund....
Það kæmi mér ekki á óvart að Umboðsmaður alþingis eigi eftir að skerast í leikinn eftir að maður er búinn að lesa kafla úr máli sem ég fann á heimasíðunni hjá honum um þið fræga mál ,,Lekamálið'' svokallaða eins og það var kallað í fjölmiðlunum þar sem Hanna Birna fv. innanríkisráðherra var í aðalhlutverkinu sem yfirmaður margra undirstofnanna. igmundur Davíð var og er það líka yfirmaður margra stofnanna en kona hans er þemað í hans máli með mikla fjármuni sem er séreign hennar sem hún fékk í arf fyrirfram eins og lög leyfa en af honum var greiddur 10% erfðafjársskattur svo sennilega hefur kona Sigmundar greitt á annað hundruð milljónir króna á sínum tíma í skatt vegna fyrirframarfsins sem runnu í sjóði samfélagsins ekki slæmt það. Já þetta með að Sigmundur sé glaður með sjálfan sig að hafa gert þetta eða hitt gott fyrir samfélagið ætti að vera í lagi en við þessar aðstæður er ekki erfitt að gera hlutina tortryggilega eins og margir eru að gera í þessu máli. Hér fyrir neðan kemur kaflinn sem ég talaði um hér ofar:
Tilvitnun í mál nr. 8122/2014 hjá Umboðsmanni Alþingis sem lesa má í heild sinni á heimasíðunni.
,,6.2 Hin óskráða hæfisregla stjórnsýsluréttar
Í íslenskum rétti gilda svonefndar hæfisreglur stjórnsýsluréttarins sem ætlað er að tryggja að þeir sem tengjast tilteknu máli sem er til meðferðar hjá stjórnvaldi með nánar tilgreindum hætti komi ekki að undirbúningi þess, meðferð eða ákvarðanatöku í því. Markmiðið að baki þessum reglum er að minnka hættuna á að ómálefnaleg sjónarmið hafi áhrif á ákvarðanir og gerðir þeirra sem fara með stjórnsýsluvald. Segja má að hinar sérstöku hæfisreglur séu brjóstvörn málefnalegrar stjórnsýslu.
Hæfisreglurnar eru ýmist lögfestar eða byggðar á óskráðri meginreglu stjórnsýsluréttarins. Í II. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993 eru lögfestar tilteknar reglur um sérstakt hæfi þeirra starfsmanna sem hafa með höndum stjórnsýslu ríkisins. Þessar reglur laganna eru þó eins og önnur ákvæði þeirra takmörkuð við gildissvið þeirra en samkvæmt 2. mgr. 1. gr. gilda þau þegar stjórnvöld „taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna“ eða svonefndar stjórnvaldsákvarðanir. Ég tel að í athugun minni, eins og ég hef afmarkað hana, reyni ekki á að ráðherra hafi með beinum fyrirmælum tekið eða haft í undirbúningi töku stjórnvaldsákvörðunar. Af þeirri ástæðu tel ég ekki tilefni til þess að rekja hér sérstaklega einstök ákvæði II. kafla stjórnsýslulaga. Eins og lýst er í athugasemdum við II. kafla í því frumvarpi sem varð að stjórnsýslulögum var fyrir setningu laganna talið að með stoð í eðli máls og meginreglum laga, svo og fordæmum dómstóla, væri í gildi hér á landi sú óskráða réttarregla að maður væri vanhæfur til meðferðar máls og ákvörðunar í því ef mál varðaði hann sjálfan eða nána venslamenn hans á þann hátt að almennt mætti ætla að áhrif hefði á afstöðu hans til úrlausnarefnisins. (Alþt. 1992-1993, A-deild, bls. 3285.) Sjá einnig bréf umboðsmanns Alþingis í máli nr. 377/1990, álit umboðsmanns Alþingis í máli nr. 865/1993 og dóma Hæstaréttar 1989, bls. 512 og 1980, bls. 745. Eftir lögfestingu stjórnsýslulaganna er byggt á því að þessi regla sé enn í gildi um þá starfsemi stjórnsýslunnar sem ekki fellur undir gildissvið stjórnsýslulaga, sjá Páll Hreinsson: Hæfisreglur stjórnsýslulaga, Reykjavík 2005, bls. 291-292. Meðal þeirra sviða í stjórnsýslunni sem hin óskráða meginregla stjórnsýsluréttarins um sérstakt hæfi er talin eiga við eru t.d. eftirlit og rannsóknir sem og ákvarðanir og almenn fyrirmæli um innri málefni stjórnsýslunnar, og þá í þeim tilvikum þar sem aðkoma stjórnvaldshafa í þessum málum er ekki hluti af undirbúningi að töku stjórnvaldsákvörðunar, sjá sömu heimild, bls. 302-309.
Óskráða hæfisreglan gildir um athafnir ráðherra sem yfirstjórnanda enda eru slíkar athafnir þáttur í störfum ráðherra sem stjórnvaldshafa. Vegna þessa gildir reglan þegar ráðherra á í samskiptum sem yfirstjórnandi við forstöðumann undirstofnunar um mál og önnur atriði sem eru liður í stjórnsýslu þeirrar undirstofnunar þótt hann hafi ekki beina aðkomu að töku ákvörðunar hjá stofnuninni. Hin óskráða hæfisregla gildir því ekki aðeins þegar ráðherrann beitir beinum heimildum, sem leiða af stjórnarfarslegri stöðu hans, til þess að mæla fyrir um tilteknar ákvarðanir og athafnir af hálfu lægra settra stjórnvalda heldur getur hún einnig tekið til annarra samskipta sem ráðherra hefur við undirstofnanir eða forstöðumenn þeirra. Hér verður að hafa í huga að ráðherrann er settur yfir þá stjórnsýslu sem undir hann heyrir. Það er almennt á þeim grundvelli sem hann á í samskiptum við undirstofnanir sínar og staða hans því allt önnur en almennra borgara eða aðila einstakra stjórnsýslumála til að setja sig í samband við forstöðumann stofnunar. Af þessu leiðir að óskráðar reglur um sérstakt hæfi standa því í vegi að stjórnvaldshafi sem fer með yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir gagnvart öðru stjórnvaldi hafi afskipti af einstökum málum eða meðferð stjórnvalda á því ef vanhæfisástæður þeirra reglna eiga við.
Við setningu stjórnsýslulaganna 1993 var farin sú leið að láta hið sérstaka ákvæði 5. tölul. 1. mgr. 3. gr., sem fjallaði um hæfi starfsmanns í þeim tilvikum þegar málið varðaði hann sjálfan verulega eða stofnun eða fyrirtæki í einkaeign sem hann væri í fyrirsvari fyrir, ekki taka til stofnana ríkisins. Hins vegar var byggt á því að fyrirsvar stjórnvalda og opinberra stofnana ríkisins gæti þó í ákveðnum tilvikum valdið vanhæfi samkvæmt 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. (Sjá Páll Hreinsson: Hæfisreglur stjórnsýslulaga, Reykjavík 2005, bls. 602-603.) Það ákvæði hljóðar svo að starfsmaður sé vanhæfur til meðferðar máls ef „að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu.“ Þeir mælikvarðar sem fram koma í stjórnsýslulögum um einstakar vanhæfisástæður kunna að hafa þýðingu þegar túlka þarf hvaða tilvik falla undir hina óskráðu meginreglu um sérstakt hæfi stjórnvaldshafa. Í ljósi þessa getur hin óskráða hæfisregla, með sambærilegum hætti og leiðir af stjórnsýslulögunum á gildissviði þeirra laga, leitt til vanhæfis þess sem fer með fyrirsvar stjórnvalds þegar hann verður talinn eiga sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta af úrlausn máls og ef að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu.
Reglur sem miða að því að tryggja sjálfstæði og hlutlægni þeirra sem fara með rannsókn sakamáls eru m.a. reistar á þeim grundvelli að borgararnir eigi að geta treyst því að málin séu rannsökuð af óhlutdrægum aðila og svo sé „frá sjónarhóli utanaðkomandi“. Að baki reglum stjórnsýsluréttarins um sérstakt hæfi búa þau sjónarmið að stuðla að því að þeir sem sinna störfum í stjórnsýslunni hafi ekki þau tengsl við mál sem þeir fá til meðferðar að það geti haft áhrif á hvort leyst er úr þeim á málefnalegan hátt. Við túlkun á hinni óskráðu hæfisreglu verður, rétt eins og bent var á í athugasemdum við það frumvarp sem varð að stjórnsýslulögum, að hafa í huga að hinar sérstöku hæfisreglur hafa ekki eingöngu að markmiði að minnka hættuna á að ómálefnaleg sjónarmið hafi áhrif á efni stjórnvaldsákvarðana, heldur er þeim einnig ætlað að stuðla að því að almenningur og þeir sem hlut eiga að máli geti treyst því að stjórnvöld leysi úr málum á hlutlægan hátt. (Alþt. 1992-1993, A-deild, bls. 3285.)
Sú sérstaða sem rannsókn lögreglu á sakamálum er búin, og þar með ákveðið sjálfstæði gagnvart öðrum stjórnvöldum, leiðir til þess að almennt verður að beita strangara mati á hæfi þess ráðherra sem fer með yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir gagnvart lögreglunni til að eiga samskipti við þá aðila innan lögreglunnar sem fara með rannsókn sakamáls er beinist að ráðuneyti hans og mögulegum brotum einstakra starfsmanna þess. Það á sérstaklega við ef þeir eru nánir samstarfsmenn ráðherra. (Sjá til hliðsjónar Páll Hreinsson: Hæfisreglur stjórnsýslulaga, Reykjavík 2005, bls. 740-741.)
Þegar tekin er afstaða til þess hvers konar samskipti innanríkisráðherra mátti eiga við lögreglustjórann tel ég að hafa verði eftirfarandi sjónarmið í huga. Það eitt að ráðuneyti eða einstakir starfsmenn þess séu kærðir til lögreglu eða slíkt mál sé að öðru leyti til athugunar hjá t.d. stjórnsýslustofnun eða eftirlitsstofnun sem heyrir undir ráðuneytið leiðir að mínu áliti ekki sjálfkrafa til þess að ráðherra verði í öllum tilvikum vanhæfur til að fara með yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir sínar gagnvart viðkomandi stofnun. Við úrlausn um það atriði verður m.a. að líta til þess hvers eðlis málið er, hver aðkoma ráðherra og hans nánustu samstarfsmanna hefur að öðru leyti verið að málinu, hvaða hagsmuni hann verður talinn eiga af framgangi og úrslitum málsins og í hverju aðkoma og afskipti ráðherra af málinu hjá undirstofnun felast. Ef slíkir hagsmunir teljast mjög verulegir, og nátengdir ráðherra, kann að koma upp sú staða að hann verði almennt vanhæfur til að fara með málefni viðkomandi stofnunar. Á hinn bóginn getur ráðherra verið vanhæfur í einstökum samskiptum og afskiptum af máli sem varðar hann verulega þótt hann verði ekki almennt vanhæfur. Almennt má þó ganga út frá að ráðherra ætti, eða ráðuneyti fyrir hönd ráðherra, að vera heimilt að spyrjast fyrir með almennum og þá formlegum hætti um einstök mál eða starfsemi stofnunar að öðru leyti, s.s. hvenær þess er að vænta að rannsókn ljúki, séu samskiptin að öðru leyti í samræmi við stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda við slíkar aðstæður.''
Með bestu kveðjum, Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 30.3.2016 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.